Rannsókn á mannsláti lokið

Rannsókn lögreglu er nú lokið.
Rannsókn lögreglu er nú lokið. Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mannsláti í Hafnarfirði í febrúar er nú lokið. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Að sögn Kristjáns er málið nú komið til embættis Ríkissaksóknara.

Gæsluvarðhaldi yfir konu á sextugsaldri sem var handtekin vegna málsins var framlengt 20. apríl um þrjár vikur. Konan er enn í gæsluvarðhaldi að sögn Kristjáns Inga. 

Lög­regla var kölluð til í heima­hús í Hafnar­f­irði þar sem maður­inn fannst lát­inn en þar var kon­an hand­tek­in. Á mann­in­um, sem var um fer­tugt, var stungusár, en í til­kynn­ing­u lög­reglu kom fram að grun­ur léki á að and­lát hans hafi borið að með sak­næm­um hætti.

Fyrri fréttir mbl.is:

Gæsluvarðhald framlengt um þrjár vikur

Sam­býl­is­kon­an enn í gæslu­v­arðhaldi 

Lést af völd­um hnífsstungu

Kon­an úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert