Stálu bíl en náðust fljótlega

Löggumyndir
Löggumyndir mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Lögreglunni barst tilkynning um að bifreið hafi verið stolið við Frakkastíg á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Bifreiðin fannst fljótlega og voru tveir menn í annarlegu ástandi handteknir grunaðir um stuldinn. Þeir gista nú fangageymslur lögreglunnar.

Þrír voru teknir í nótt fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis á höfuðborgarsvæðinu.

Skömmu fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Lágmúla. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Um tvö leytið var síðan bifreið stöðvuð á Bústaðavegi. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Um eitt leytið var ökumaður tekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna í Víðidal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert