Verður unnið í sátt við íbúa

Hér sést að það er oft þröngt á þingi í …
Hér sést að það er oft þröngt á þingi í Gnoðarvoginum Af Facebook síðu Langholtshverfis

Fjölmargar neikvæðar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðra breytinga á aðkomu að leikskólnaum Steinahlíð við Suðurlandsbraut og og ljóst að málið þarfnast betri skoðunar og rýni, að því er fram kemur í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær.

<br/><br/><div>„Hverfisráð Laugardals hefur óskað eftir því að haldinn verði fundur með íbúum vegna auglýstra deiliskipulagsbreytinga sem fela í sér nýja aðkomu að leikskólanum Steinahlíð. Á auglýsingatíma komu fram fjölmargar neikvæðar athugasemdir íbúa og er því ljóst að málið þarfnast betri skoðunar og rýni.</div><div></div><div>Meirihluti SÞÆV telur mikilvægt að slíkur fundur verði haldinn með íbúum þar sem framlagt skipulag verði rætt og aðrir möguleikar skoðaðir. Meirihluti SÞÆV leggur áherslu á að endanleg útfærsla verði unnin í samráði og góðri sátt við íbúa hverfisins,“ segir í bókun meirihlutans.</div> <span>Til stóð að breyta deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr. 75 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni felst að fjölga bílastæðum um 18 á lóð leikskólans, breyta aðkomu leikskólans á þann veg að öll aðkoma verður frá Gnoðarvogi, að því ser segir í <a href="http://reykjavik.is/fundargerd/fundur-nr-105-6" target="_blank">fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.</a></span> <span><span><br/></span></span><div id="embedded-media"><iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="/mblplayer/i/161907/" style="border: 0;" width="640"></iframe> <div id="embedded-remove"> </div> </div><span><br/></span> <a href="/frettir/innlent/2015/03/30/vid_bara_skiljum_thetta_ekki/" target="_blank"><span>„Við bara skiljum þetta ekki“</span></a>
Gnoðarvogur þar sem til stóð að opna fyrir umferð inn …
Gnoðarvogur þar sem til stóð að opna fyrir umferð inn á leikskólann Steinahlíð. Ljósmynd SAS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert