Þúsundir flytja frá landinu

Búslóðir hafa verið á ferð yfir hafið.
Búslóðir hafa verið á ferð yfir hafið. mbl.is/Ómar

Frá ársbyrjun 2009 hafa tæplega 6 þúsundum fleiri íslenskir ríkisborgarar flutt til Noregs og Svíþjóðar en flutt hafa hingað frá þessum löndum.

Eru brottfluttir til Noregs umfram aðflutta þar af rúmlega 4.500, að því er lesa má úr gögnum Hagstofunnar. Til samanburðar bjuggu 4.747 manns í Fjarðabyggð um áramót.

Þessi straumur skýrir að mestu hvers vegna tæplega 7.600 fleiri íslenskir ríkisborgarar hafa flutt frá landinu en til þess frá 2009. Til samanburðar eru brottfluttir íslenskir ríkisborgarar umfram aðflutta frá 2000 um 11 þús., að því er fram kemur í umfjöllun um búferlaflutningana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert