Haftafrumvörp að koma

mbl.is/Eggert

Frumvörp um losun gjaldeyrishafta eru að verða tilbúin og segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, öruggt að þau verði lögð fram á þessu þingi. Þingfrestun er áformuð annan föstudag en mun örugglega tefjast langt fram í júní, að sögn formanns fjárlaganefndar.

Bjarni segir vinnuna langt komna. „Það má segja að frumvörpin séu í einskonar lokayfirlestri. Ég get ekki sett fram ákveðna dagsetningu um hvenær ég fer með málið í ríkisstjórn. Allt mitt fólk er að vinna að því að það gerist sem allra fyrst.“

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þunginn í vinnunni við frumvarpsgerðina að undanförnu hafi verið meira á laga- en fjármálahliðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert