Héðinn og Hjörvar hnífjafnir

Sigurður Daði Sigfússon keppir hér við Lenku Ptácníková. Lenka er …
Sigurður Daði Sigfússon keppir hér við Lenku Ptácníková. Lenka er stigalægsti keppandi mótsins en hefur staðið sig gríðarlega vel og sigraði Sigurð í dag. Ljósmynd/Gunnar Björnsson

Héðinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson heyja nú harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í skák en þeir unnu báðir skákir sínar í áttundu umferð mótsins sem fór fram í dag.

Hafa þeir tveir tveggja vinninga forskot á Hannes Hlífar Stefánsson, sem er í þriðja sæti eftir jafntefli við Braga Þorfinnsson í dag. Héðinn og Hjörvar mætast í elleftu og síðustu umferð mótsins á sunnudaginn og er útlit fyrir að sú skák muni ráða úrslitum. 

Níunda umferð fer fram á morgun og mætir Hjörvar þar Sigurði Daða Sigfússyni og Héðinn mætir Jóhanni Hjartarsyni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert