Hóf sig til lofts í fyrsta sinn

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. Ljósmynd/Björgunarfélag Hornafjarðar

Eftir flugtak fjarstýrðu vélarinnar, sem fór í sjóinn í grennd við flugbrautina í Höfn í Hornafirði í gærkvöldi, var eins og mótorar vélarinnar væru ekki að skila því afli sem gert var ráð fyrir og ákvað flugmaður vélarinnar að lenda henni á sjónum. Vélin er jafnvíg til lendinga á sjó og landi.

Flugvél af gerðinni Singular Aircraft, sem hefur þá sérstöðu að geta ómönnuð flutt tvö tonn af farmi, hefur verið til prófana og tilraunaflugs á sérvöldu svæði við Hornarfjarðarflugvöll frá því í október í fyrra. Aðstandendur vélarinnar hafa unnið verkefnið í umsjá íslenska fyrirtækisins UAS Icleand ehf.

Vélin kemur frá Spáni og fylgja henni þjálfaðir og reyndir flugmenn, verkfræðingar og tæknimenn. Vélinni hefur verið úthlutað ákveðnu athafnasvæði út frá flugvellinum á Höfn þar sem fyllsta öryggis er gætt á meðan á tilraunum stendur. 

Frétt mbl.is: Fjarstýrð flugvél fór í sjóinn

Í gær gerðist sá merki atburður að vélin hóf sig til flugs í fyrsta sinn frá flugvellinum á Höfn. Eftir flugtak var eins og mótorar vélarinnar væru ekki að skila því afli sem gert var ráð fyrir og ákvað flugmaður vélarinnar að lenda henni á sjónum innan verkefnissvæðis. Flugvélin er jafnvíg til lendinga á sjó og landi og tókst lending mjög vel. 

Félagar úr Björgunarfélagi Hornafjarðar aðstoðuðu við að koma flugvélinni í land.

Sigurður Hrafnsson framkvæmdastjóri UAS Iceland, segir að björgunarfélagið og starfsmenn Isavia á flugvellinum séu ómissandi í svona verkefni. „Þetta er merkur viðburður í flugsögunni þegar svo stór ómönnuð flugvél hefur sig til flugs og þetta er stærsta vél sem framleidd hefur verið fyrir markað sem ekki er tengdur hernaði. Verkefnið hefur verið unnið í góðu samráði við Samgöngustofu, Isavia og heimamenn.

Þetta tilraunaverkefni er að okkar mati mjög gott dæmi um ný prófunarverkefni sem sérstakir flugvellir á landsbyggðinni geta sinnt, ef öllum öryggisskilyrðum er fullnægt. Mikil eftirspurn er eftir því að vinna slík rannsóknarverkefni með stærri vélar sem sinna meðal annars björgunar- og leitarflugi og mikil þróun í slíkum búnaði,“ segir Sigurður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert