Íslandi nú spáð 15. sæti

María Ólafsdóttir
María Ólafsdóttir EBU/Thomas Hanses

Síðustu daga hefur Maríu Ólafsdóttur verið spáð 10. sæti í lokakeppi Eurovision í ár með framlag Íslands, Unbroken. Nú virðast veðbankar vera á öðru máli og er hún komin niður í 15. sæti þegar litið er til stöðunnar hjá helstu veðbönkum. Lengi vel var Ítalíu spáð öðru sæti en nú hefur Rússland stolið senunni.

Hér má sjá lista yfir efstu fimm löndin:

Svíþjóð
Rússland
Ítalía
Ástralía
Eistland

Það hefur eflaust áhrif að Rússland tók þátt í fyrri undankeppninni og vakti hin ljóshærða Polina Gagarina mikla athygli með framlagi sínu, A Million Voices. Tvíeykið Elina Born og Stig Rasta, sem flytur framlag Eistlands, Goodbye to Yesterday, var einnig í fyrri undankeppninni.

Svíþjóð og Ísland munu láta ljós sitt skína í kvöld. María er tólfta á svið og hins sænski M åns Zelmerlöw  fylgir strax á eftir með lag hitt Heroes. Við fáum aftur á móti ekki að heyra í Ítalíu og Ástralíu fyrr en á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert