Hafin bygging tveggja risafjósa

Nýjar reglur um velferð og aðbúnað mjólkurkúa knýja suma bændur …
Nýjar reglur um velferð og aðbúnað mjólkurkúa knýja suma bændur til að huga að endurnýjun framleiðsluaðstöðu á búunum mbl.is/Styrmir Kári

Margir kúabændur eru að undirbúa byggingu nýrra fjósa eða meiriháttar viðbyggingar. Áætlað er að byrjað verði á um 15 slíkum framkvæmdum í ár.

Stærstu framkvæmdirnar eru bygging tveggja risafjósa. Þau rúma 240-250 mjólkandi kýr og notaðir verða fjórir mjaltaþjónar. Búin eru í Flatey á Mýrum og Gunnbjarnarholti í Árnessýslu. Verklegar framkvæmdir eru hafnar á báðum stöðum. Margir eru líka að spá í minni aukningu.

Sérfræðingar segja að uppsöfnuð uppbyggingarþörf sé í mjólkurframleiðslu. Við það bætist að markaðsaðstæður eru góðar og kvótinn hefur verið aukinn mikið. Á móti vegur að óvissa er með framleiðsluaðstæður á næstu árum, eftir að núverandi búvörusamningur rennur út, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert