Skoraði á stjórn sjóðsins að áfrýja

Frá Siglufirði. Afl-sparisjóður áfrýjaði til Hæstaréttar í gærmorgun, en bæjarráð …
Frá Siglufirði. Afl-sparisjóður áfrýjaði til Hæstaréttar í gærmorgun, en bæjarráð skoraði á stjórnina í fyrrakvöld. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarráð Fjallabyggðar skoraði í fyrrakvöld á stjórn Afls – sparisjóðs að áfrýja til Hæstaréttar máli sem sjóðurinn tapaði gegn eiganda sínum, Arion banka, í héraðsdómi.

Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka og formaður stjórnar Afls – sparisjóðs (sem áður var Sparisjóður Siglufjarðar og Sparisjóður Skagafjarðar), segir í samtali í Morgunblaðinu í dag, að að stjórn Afls hefði í gærmorgun sent áfrýjunarstefnu til Hæstaréttar.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir í blaðinu, að miklir hagsmunir geti verið í húfi fyrir íbúa Siglufjarðar og Skagafjarðar ef Hæstiréttur snýr við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert