Þrettán útskrifuðust frá FAS

Ljósmynd/Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu

Í dag fór fram útskrift frá Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Að þessu sinni voru útskrifaðir þrettán stúdentar, þrír nemendur af fjallamennskubraut, fjórir vélaverðir og einn af B stigi vélstjórnar. 

Nýstúdentar eru: Anna Lilja Gestsdóttir, Guðrún Kristín Stefánsdóttir, Heiðdís Anna Marteinsdóttir, Ingibjörg Lilja Pálmadóttir, Ljósbrá Dögg Ragnarsdóttir, Lydía Angelíka Guðmundsdóttir, Ragnar Magnús Þorsteinsson, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir, Tómas Ásgeirsson, Una Guðjónsdóttir, Þorlákur Helgi Pálmason og Þórhildur V. Sigursveinsdóttir.

Af fjallamennskubraut útskrifast: Gestur Hansson, Skúli Magnús Júlíusson og Þórdís Kristvinsdóttir. Vélaverðir eru: Guðjón Björnsson, Gunnar Freyr Valgeirsson, Hallmar Hallsson og Hallur Sigurðsson. Vélstjóri af B stigi er Loftur Vignir Bjarnason.

Bestum árangri á stúdentsprófi að þessu sinni náði Ragnar Magnús Þorsteinsson.

Starfsfólk FAS óskar útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert