Botninn tekinn úr

Stjórn Félags almennra lækna (FAL) lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu heilbrigðisstétta og harmar jafnframt þá stöðu sem stjórnvöld hafa sett íslenskt heilbrigðiskerfi í.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu en þar segir að botninn hafi tekið úr með verkfalli hjúkrunarfræðinga.

„Verkföll mikilvægra stétta innan heilbrigðisgeirans hafa staðið of lengi og haft lamandi áhrif á þjónustu við sjúklinga. Nú þegar verkfall hjúkrunarfræðinga er skollið á telur stjórn FAL að botninn hafi tekið úr. Við skorum á stjórnvöld að ganga að samningaborðinu sem fyrst, þar sem þetta ástand líðst ekki lengur,“ segir í yfirlýsingu FAL.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert