Lengsta stöðugleikaskeiðið lengist

Þróun verðbólgu á Íslandi frá 2001.
Þróun verðbólgu á Íslandi frá 2001. mbl.is

Allt bendir til að nýjar verðbólgutölur Hagstofunnar á morgun fyrir maí verði undir 2,5% sextánda mánuðinn í röð. Það er lengsta samfellda skeiðið sem 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur haldist síðan það var tekið upp í mars 2001.

Verðbólgan hefur verið undir þessu marki síðan í febrúar 2014, er hún lækkaði niður í 2,1%. Verðbólgan er nú 1,4% og spá greiningardeildir bankanna því að hún verði áfram undir markmiði Seðlabankans.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Bjarki Bentsson, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, bankann spá því að verðbólgan fari yfir 2,5% markmið Seðlabankans í nóvember, verði þá ríflega 3%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert