Samþykktu útboð vegna Eyjaferju

Ákveðið hefur verið að bjóða út smíði og rekstur nýrrar …
Ákveðið hefur verið að bjóða út smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju í stað Herjólfs. mbl.is/Eggert

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara í útboð á nýrri ferju til siglinga á milli lands og Vestmannaeyja. Þetta staðfesti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra í gær.

„Útboðið mun taka um tvo til þrjá mánuði og verður farið í það á EES-svæðinu og er það bæði á smíði ferjunnar og rekstri.“

Búið er að hanna nýja ferju og var hönnunin í höndum norsku stofunnar Polarkonsult. Á vef Polarkonsult er sagt að ferjan verði 65 metra löng og geti borið 390 farþega. Stæði á bílaþilfari munu verða samtals 270 metrar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert