Hugvit barnanna virkjað

54 nemendur úr  5., 6. og 7. bekk  útfæra nú hugmyndir sínar sem þeir sendu inn í  í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda  í vinnusmiðju í HR. Þar er að finna lausnir á vandamálum á borð við svefntruflanir foreldra og endurvinnslu á drossi sem fellur til við álframleiðslu.

mbl.is kom við í Háskólanum í Reykjavík og fékk nokkra af hugvitsmönnum framtíðarinnar til að segja frá hugmyndum sínum. Á sunnudag verður svo verðlaunaafhending í skólanum þar sem Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, afhendir verðlaun en ljóst er að erfitt verður að gera upp á milli hugmynda krakkanna.

Frekar upplýsingar er að finna á vef keppninnar.

Leiðrétting: Í myndskeiðinu kemur fram að verðlaunaafhendingin sé á laugardag, hið rétta er að hún er á sunnudag og Ólafur Ragnar Grímsson hefur boðað forföll og verður ekki viðstaddur þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert