Kórheimsókn í Kópavogskirkju

Kórinn syngur reglulega í messum og guðsþjónustum dómkirkjunnar í Southwark …
Kórinn syngur reglulega í messum og guðsþjónustum dómkirkjunnar í Southwark ásamt stúlknakór kirkjunnar. Hann syngur hér í kvöld.

Kór Southwark-dómkirkjunnar í Lundúnum er staddur á Íslandi og heldur tónleika í Borgum, safnaðarheimili Kópavogskirkju, í kvöld klukkan 20 og er aðgangur ókeypis.

Kórnum, sem er skipaður fimmtán karlmönnum og tuttugu drengjum, er stjórnað af Peter Wright.

Kórinn er mjög virtur og ýmsar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum starfsemi kirkjukórsins í Southwark. Má til dæmis nefna kirkjuköttin Doorkins Magnificat, sem dvelur daglangt í kirkjunni á sérstökum silkipúða, að því er fram kemur í umfjöllun um kórheimsókn þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert