Ekki tekið við nýjum sjúklingum

Hótelið nýtist þeim sem hafa legið á sjúkrahúsi en búa …
Hótelið nýtist þeim sem hafa legið á sjúkrahúsi en búa úti á landi. mbl.is/Golli

Ekki verður tekið á móti nýjum skjúklingum á sjúkrahóteli Landspítalans við Ármúla á meðan Smáþjóðaleikunum stendur í byrjun júní en bæði keppendur og fylgdarlið munu gista á hótelinu frá 1. til 8. júní nk.

Hótelið var tvíbókað og kom það forráðamönnum Landspítalans í opna skjöldu þegar sjúklingum þeirra var sagt að aðrir þyrftu herbergin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Sjúkrahótelið er hugsað sem úrræði fyrir þá sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferða. Það nýtist einnig þeim sem hafa dvalið á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Ekki er hægt að gista á hótelinu nema læknir eða hjúkrunarfræðingur hafi skrifað upp á tilvísun þess efnis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert