Skammaði þingmenn höstum rómi

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, sá sig knúinn til þess á þingfundi í morgun að berja bjöllu þingsins ítrekað til þess að fá hljóð í þingsalinn þegar talsverðar umræður fóru fram í salnum á milli þingmanna um ákvörðun meirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd að taka frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli út úr nefndinni í ágreiningi. Að því loknum skammaði hann þingmenn höstum rómi fyrir að trufla þingfundinn.

„Forseti er að reyna að hafa stjórn á þinginu og hefur sérstaklega talað um það, hvað eftir annað, að háttvirtir þingmenn sem vilja ræða þessi mál geri það yfir ræðustól Alþingis en ekki úr sætum sínum í samtölum eða í frammíköllum af því tagi.“

Frétt mbl.is: Sagði málið fullrætt í nefndinni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert