Spurði ekki þingflokk VG

LIlja Mósesdóttir.
LIlja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna, leitaði aldrei samþykkis þingflokks VG fyrir framsali eignarhluta ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka til slitabúa föllnu bankanna á árinu 2009.

Þetta segir dr. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar Alþingis 2009 til 2011 og fræðimaður hjá norsku rannsóknarstofnuninni Fafo, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Tilefnið er sú niðurstaða Bankasýslu ríkisins að Steingrímur hafi sem þáverandi fjármálaráðherra ekki haft lagaheimild til að framselja eignarhlutina til slitabúanna. Lilja segir að við lestur fréttar Morgunblaðsins um málið í síðustu viku hafi rifjast upp atvik á landsfundi VG dagana 20.-22. mars 2009 sem bendi til þess að Steingrímur J. hafi þá þegar unnið að því að koma eignarhlut ríkisins í nýju bönkunum í hendur kröfuhafa, fyrir kosningar 2009.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert