301.000 krónur eftir 12 ára starf

Lögreglumaður 0405.
Lögreglumaður 0405. Skjáskot úr myndbandinu.

Á Facebooksíðunni Lögga á vakt birtist myndband þar sem talað er við lögreglumann númer 0405. Í myndbandinu fer lögreglumaðurinn yfir störf lögreglunnar og þau laun sem lögreglumenn fá fyrir vinnu sína. Þar sjást einnig myndbrot af störfum lögreglu, sem lögreglumaðurinn segir í mörgum tilvikum mjög krefjandi og eitthvað sem fólk sé mjög líklegt til að taka inn á sig.

Myndefnið í myndbandinu er allt tekið sömu nóttina í störfum lögreglu.

Lögreglumaðurinn hefur 12 ára starfsreynslu og fær fyrir það 301.000 krónur í grunnlaun. Aukavinna og vaktaálag er því nauðsynleg til að hífa launin upp. Háskólamenntun sé ekki metin til launa lögreglumanna, en nokkuð er um að lögreglumenn séu með meiri menntun en úr Lögregluskólanum.

„Við getum skrifað endalausar greinar og farið í göngutúra en það hlustar enginn á það,“ segir lögreglumaðurinn. Hann bendir á að lögreglumenn hafi ekki verkfallsrétt og séu því í erfiðri stöðu þegar kemur að kjarasamningum.

Lögga nr. 0405 er með 301.000 kr. í grunnlaun eftir 12 ára starf:„Við getum ekki farið í verkfall. Í sjálfu sér höfum...

Posted by Lögga á vakt on Monday, June 1, 2015



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert