Bjartur dagur á suðvesturhorninu

Besta veðurspáin fyrir daginn í dag er á suðvesturhorninu.
Besta veðurspáin fyrir daginn í dag er á suðvesturhorninu. mbl.is/Golli

Góð veðurspá er fyrir suðvesturhorn landsins í dag með hálf- eða léttskýjuðu veðri og allt að 12 stiga hita. Í Reykjavík er heiðskírt en hálfskýjað verður um miðjan dag. Á Norður- og Austurlandi er skýjað og gæti fallið úrkoma seinni part dags.

Líklegast er að úrkoman falli á Suðausturlandi og á hálendinu. Á Vesturlandi er spáð léttskýjuðu og 7 stiga hita framan af degi áður en fer að skýja síðari part dags. 

Á Norðurlandi er spáð skýjuðu veðri í allan dag en ekki úrkomu. Hitinn verður frá 4-7 stigum samkvæmt spá.

Á Vestfjörðum verður skýjað eða hálfskýjað víðast framan af degi og skýjað alls staðar þegar líður á daginn.

Mesti hitinn á landinu verður á suðvesturhorninu, eða um 12 stig. 

Sjá veðurvef mbl.is

Veðurspáin klukkan 12 á hádegi í dag.
Veðurspáin klukkan 12 á hádegi í dag. Mynd/Veðurvefur mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert