Tillaga felld um að 8. bekkingar fái vinnu

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur felldi í gær tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að 8. bekkingar fengju vinnu hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Lagði flokkurinn til að borgaryfirvöld endurskoðuðu þá ákvörðun sína að veita ekki nemendum 8. bekkjar sumarstörf. Einnig var lagt til að hugað yrði að fjölbreytni og valmöguleikum í þeim störfum sem nemendum stæðu til boða hjá skólanum.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi lagði tillöguna fram. Alls eru 8. bekkingar borgarinnar 1.354 talsins. Í bókun Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórnarfundi í gær kemur fram að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu bjóða 8. bekkingum vinnu. „Þau sem eiga leið um borgina sjá að Vinnuskólanum veitir ekki af liðsauka enda er víða verk að vinna við þrif og umhirðu í borginni,“ segir í bókuninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert