Vill hærri framlög til þróunarsamvinnu

Elín Hirst.
Elín Hirst.

Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ósammála þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands.

Á Facebooksíðu sína skrifar hún að Íslendingar séu töluvert langt á eftir mörgum nágrannaþjóðum okkar í þessum efnum. Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld styðji markmið Sameinuðu þjóðanna um að þróuð iðnríki skuli veita sem nemur 0,7 prósent af landsframleiðslu í þróunaraðstoð, skal nú aðeins stefnt að því að þau hækki úr 0,23 prósentum í 0,30% af landsframleiðslu á tímabilinu 2016 til 2019 og því er verið að hverfa frá fyrri markmiðum.

Í tillögunni er gert ráð fyrir að framlög Íslands til þróunarsamvinnumála hækki í áföngum á tímabilinu 2016 til 2019. 2016 verður framlagið 0,23% af landsframleiðslu - 5 milljarðar - en nái 0,30% árið 2019 og verði 7,8 milljarðar.

Ef framlög Íslands til málaflokksins ættu að vera 0,70% eins og Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir þyrfti að verja 18,2 milljörðum króna í málaflokkinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert