Opnaði ísgöngin með ísöxi

Sigurjón Ragnar

Ísgöngin í Langjökli voru opnuð með formlegum hætti í dag. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði göngin með formlegum hætti með ísöxi í dag, þegar hún hjó í sundur ísklump í göngunum.

Ísgöngin í Langjökli verða starfrækt allt árið um kring. Ísgöngin eru um 550 metra löng og mest á um 30 metra dýpi. Lofthæðin verður mest fjórir til fimm metrar. Búið er að grafa út nokkra hella í göngunum og leggja fallega LED lýsingu í veggi og gólf.

Jafnframt eru aðrir viðbætandi þættir í göngunum sem hámarka upplifun gestanna. Boðið verður upp á styttri og lengri skipulagðar dagsferðir í göngin alla daga vikunnar frá 1. júní – 30. september. Ísgöngin verða jafnframt starfrækt yfir vetrartímann. Ísgöngin í Langjökli hafa nú þegar fengið mikla athygli frá erlendum fjölmiðlum og áhugasömum Íslandsvinum.

Sigurjón Ragnar
Hljómburðurinn er örugglega ágætur í göngunum.
Hljómburðurinn er örugglega ágætur í göngunum. Sigurjón Ragnar
Anna G. Sverrisdóttir, stjórnarformaður Ísganga.
Anna G. Sverrisdóttir, stjórnarformaður Ísganga. Sigurjón Ragnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert