Rússneskt seglskip í Reykjavík

Rússnenska seglskipið Kruzenshtern.
Rússnenska seglskipið Kruzenshtern. mbl.is/Árni Sæberg

Fjögurra mastra seglskipið Kruzenshtern kom til Reykjavíkur í dag. Skipið er rússneskt og smíðað í Bremerhaven, Þýskalandi árið 1926. Árið 1946 var Rússum afhent skipið sem hluti af uppgjöri seinni heimstyrjaldarinnar og er heimahöfn skipsins nú Kaliningrad í Rússlandi.

Kruzenshtern er stálskip, 6.400 brúttótonn að stærð, með fjögur möstur og lengdin er 114 metrar. Frá vatnsborði upp í masturstopp eru 56 metrar og samstals ber skipið 31 segl. Með fullum seglum og góðum byr getur Kruzenshtern náð 17 hnúta hraða, að því er segir á vef Faxaflóahafna.

Skipið er í eigu „Baltic State Academy of the Fishing Fleet í Kaliningrad“ og er gert út sem skólaskip. Í áhöfn eru sjötíu sjómenn og um borð geta verið 160 lærlingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert