Bíó Paradís náði markmiði sínu

Bíó Paradís
Bíó Paradís mbl.is/Golli

Hóp­söfn­un kvik­mynda­húss­ins Bíó Para­dís lýk­ur á miðnætti í kvöld en markmið söfnunarinnar náðist á níunda tímanum í kvöld. Stefnt var að því að safna 4,5 millj­ón­um króna til að bæta aðgengi að sýn­ing­ar­söl­um og sal­ern­um fyr­ir fólk í hjóla­stól­um. Því markmiði er nú náð og gott betur.

Samkvæmt heimasíðu söfnunarinnar á Karolina Fund hafa safnast 33,654 evrur eða rétt rúmlega fimm milljónir króna. 

Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagði Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdarstjóri Bíó Paradís, að söfnunin hafi tekið mikinn kipp í dag.  „Við vor­um kom­in með 50% í morg­un og í gær­morg­un rúm­lega 30%. Síðasta sól­ar­hring­ur­inn hef­ur breytt öllu fyr­ir okk­ur en við vor­um orðin von­lít­il í gær­morg­un,“ sagði Hrönn. 

Bíó Para­dís ákvað að hrinda þess­ari söfn­un af stað þar sem aðgeng­is­mál­in í bíó­inu hafa að þeirra mati verið til skamm­ar. „Við höf­um látið taka hús­næðið út og það duga ekki ódýr­ar lausn­ir. Við þurf­um meðal ann­ars að setja lyft­ur og laga kló­sett og það er mun kostnaðarsam­ara en menn­ing­ar­stofn­un í sjálf­seign­ar­rekstri ræður við.“

Hér má sjá söfnunina á Karolina Fund. 

Fyrri frétt mbl.is:

„Það þurfa allir að leggjast á eitt“

Takmarkið náðist fyrr í kvöld.
Takmarkið náðist fyrr í kvöld. Skjáskot af vef Karolina Fund
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert