Hafnað með yfir 9 í einkunn

Verzlunarskóli Íslands.
Verzlunarskóli Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Verslunarskóli Íslands hafnaði 60 nemendum með 9,0 eða hærra í meðaleinkunn í ár. Velta forráðamenn skólans því hvert þetta stefni og benda á að einkunnir hafi hækkað mikið undanfarin ár. Þannig hafi meðaleinkunn nýnema í stærðfræði á tíu ára tímabili hækkað úr 7,8 árið 2004 upp í 9,2. Þetta kemur fram í frétt á vef skólans.

Af þeim sem völdu skólann sem fyrsta val voru 322 með einkunn 9,0 eða hærra. Meðaleinkunn umsækjenda var 9,0 og meðaleinkunn þeirra sem voru teknir inn var 9,4. Af þeim nemendum sem var hafnað voru rúmlega 60 með einkunn 9,0 og hærra.

Dreifin einkunna nýnema í stærðfræði 2004 og 2014.
Dreifin einkunna nýnema í stærðfræði 2004 og 2014. Mynd/Verslo.is

Frá því að samræmdu prófin voru aflögð hafa einkunnir hækkað mjög mikið. Sem dæmi má nefna að ef bornar eru saman einkunnir nýnema Verzlunarskólans árið 2004 við nýnema 2014, þá hefur orðið mjög mikil breyting á einum áratug. Árið 2004 sóttu 455 nemendur um skólann sem val 1 en 485 árið 2014. Meðaleinkunn nýnema í stærðfræði árið 2004 var 7,8 á samræmdu prófunum og 8,1 í skólaeinkunn. 10 árum síðar var meðaleinkunn nýnema 9,2 í stærðfræði í skólaeinkunn, en samræmd próf við lok grunnskóla hafa ekki verið haldin síðan 2008. Hér að neðan ofan má sjá samanburð á einkunnadreifingu nýnema Verzlunarskólans í stærðfræði, annars vegar árið 2004 og hins vegar 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert