Fótboltafjör á Akranesi um helgina

Veður lék við mótsgesti í fyrra. Svipað verður uppi á …
Veður lék við mótsgesti í fyrra. Svipað verður uppi á teningunum í ár. Mynd/Norðurálsmótið

„Norðurálsmótið er haldið núna um helgina og er stærsta knattspyrnumót sem haldið er fyrir þennan aldursflokk, stráka 6-8 ára,“ sagði Sigurður Arnar Sigurðsson, meðlimur í fræðslunefnd ÍA, í samtali við mbl.is.

„Keppendur eru um 1.300 og allt í allt verða þetta á milli 6.000 og 7.000 manns sem koma í bæinn um helgina, þannig að íbúatalan tvöfaldast. Fólk streymir hingað frá öllu landinu og öll tjaldstæði og hótel eru yfirfull og gist er í flestum heimahúsum.“

Árlega fer fram mikil undirbúningsvinna svo að mótið gangi vel fyrir sig og til að hægt sé að taka sem best á móti öllum. Ríflega 900 sjálfboðaliðar, flestir foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá ÍA, koma að þeirri vinnu og þeim störfum sem þarf að sinna meðan á móti stendur en Knattspyrnufélag ÍA sér um skipulag og framkvæmd mótsins. 

Aðspurður sagði Sigurður að þrátt fyrir mikinn fjölda þátttakanda hafi Skagamenn nóg af völlum til að spila á. „Við erum með stórt og gott svæði. Síðan notum við einnig Akranesvöllinn.“

Foreldrar og aðstandendur eiga að geta notið leikjanna í sannkallaðri Skagablíðu „Spáin er mjög góð. Það verður milt, 10-12 stiga hiti og líklega rigningarlaust. Þannig að þetta lítur mjög vel út. Rok, á skaganum. Það gerist ekki. Veðrið skiptir auðvitað gríðarlegu máli. Við héldum fyrsta mótið 1985 og á öllum þessum árum man ég bara eftir því að hafa lent í vitlausu veðrið einu sinni og þá fauk allt í burtu.“

Íbúafjöldi Akraness tvöfaldast um helgina.
Íbúafjöldi Akraness tvöfaldast um helgina. Mynd/Norðurálsmótið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert