Endastakkst ofan í veituskurð

Bíllinn er skemmdur, en bílstjórinn varð ekki fyrir meiðslum.
Bíllinn er skemmdur, en bílstjórinn varð ekki fyrir meiðslum. Mynd/Hafþór Hreiðarson

Erlendur ferðamaður sem var á ferð við Húsavík keyrði óvart ofan í skurð sem verið er að grafa fyrir heitt og kalt vatn og skólp fyrir iðnaðarsvæðið á Bakka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu ekki slys á fólki, en ökumaðurinn var einn í bílnum.

Um er að ræða slóða sem almennt er ekki mikið keyrður og sagði lögregla að ekki væri gert ráð fyrir að skurðurinn myndi valda frekari óhöppum, enda nokkuð utan leiðar. Sagði hann að um gáleysi hafi verið að ræða þar sem ferðamaðurinn áttaði sig ekki á framkvæmdunum, en slóðinn er ekki ætlaður almennri umferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert