Olía í sjónum við Örfirisey

Olíuflekkurinn við Örfirisey.
Olíuflekkurinn við Örfirisey. Mynd/Árni Sæberg

Olíuflekkur liggur nú í sjónum við olíuhöfnina í Örfirisey, en miðað við myndir frá staðnum er hægt að áætla að flekkurinn teygi sig einhver hundruð metra. Að svo stöddu er ekki vitað hvaðan olían kemur, en á mynd sem fylgir þessari frétt má vel sjá hvernig slikjan nær frá landi meðfram hafnarbakkanum í austurátt.

Engir viðbragðsaðilar voru mættir á staðinn þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði, en hann sagði mikla olíulykt vera á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert