Eurosport tryggir sér fjóra leika

Eurosport hefur tryggt sér evrópska sýningaréttinn á útsendingum frá ólympíuleikunum frá 2018 til 2024, en tímabilið nær til fjögurra leika. Rétturinn nær til 50 landa 2022 og 2024, en 48 landa 2018 og 2020.

Discovery Communications, móðurfélag Eurosport, hefur skuldbundið sig til að sýna 200 klukkustundir frá sumarólympíuleikum í opinni dagskrá og 100 klukkustundir frá vetrarólympíuleikum.

Sýningarétturinn er metin á um 1,3 milljarða evra.

Ríkisútvarpið hefur þegar tryggt sér sýningaréttinn frá ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári en þegar mbl.is leitaði svara hjá íþróttadeild RÚV um hvaða þýðingu Eurosport-samningurinn hefði fyrir sýningar hér á landi, lágu þær upplýsingar ekki fyrir.

Frétt Eurosport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert