Fljótvirkasta leiðin er að lækka kostnað

Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir eru oddvitar meirihlutans sem leggur …
Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir eru oddvitar meirihlutans sem leggur til breytingar á stjórnskipulagi Hafnarfjarðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Erfitt getur verið að bæta framlegð Hafnarfjarðarbæjar og þar með getu sveitarfélagsins til eignabreytinga með því að auka tekjur. Lækkun kostnaðar er fljótvirkasta leiðin sem völ er á.

Þetta kemur fram í úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins. Þar eru lagðar fram tillögur að breyttu stjórnskipulagi bæjarins, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Skýrsla Capacent um úttekt á rekstri og stjórnskipulagi bæjarins, greiningarhluti, er birt á vef Hafnarfjarðarbæjar. Tillögur um breytingar á stjórnskipulagi eru einnig birtar þar. Í rökstuðningi segir að samkvæmt greiningunni sé þörf á að endurskipuleggja staðsetningu nokkurra verkefna. Breytingarnar séu til þess fallnar að ná fram kostnaðarhagræðingu og koma starfseminni í takt við fjárhagsgetu sveitarfélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert