Stöðvaði kannabisræktun á Höfn

mbl.is/Þórður

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði kannaabisræktun í íbúðarhúsi á Höfn í Hornafirði síðdegis á laugardag. Lögreglumenn þar höfðu haft grun um að þar færi fram ræktun.

Farið var í leitina á forsendum húsleitarheimildar frá Héraðsdómi Suðurlands. Í íbúðinni fundust 16 plöntur sem voru tilbúnar til niðurskurðar og vinnslu. Umráðamaður íbúðarinnar gekkst við ræktuninni. Plönturnar verða sendar til rannsóknar hjá Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert