Teiknaði ráðstefnu á Íslandi

Skjáskot/Mynd eftir Lizu Donnelly

Teiknarinn Liza Donnelly fékk á dögunum það verkefni að teikna og tísta í rauntíma frá ráðstefnu á Íslandi og hafa nokkrar myndanna verið birtar á heimasíðu New Yorker.

Af myndunum af dæma var um að ræða alþjóðlega ráðstefnu sem haldin var í Hörpu í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna, þar sem leikkonan Geena Davis og Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins voru meðal þeirra sem héldu erindi.

Myndir Connelly hjá New Yorker.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert