Erindi hafnað um breytt landamörk

Frá Hveragerði og Ölfusi.
Frá Hveragerði og Ölfusi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bæjarstjórn Hveragerðis hefur farið þess á leit við bæjarstjórn Ölfuss að hafnar verði viðræður um „lagfæringu á sveitarfélagamörkum Hveragerðisbæjar með það fyrir augum að svæðið sem nær frá Varmá og að fjallsrótum falli undir Hveragerðisbæ,“ segir orðrétt í erindi bæjarstjórnar Hveragerðis.

Fram kemur í greinargerð með erindinu, að um sé að ræða tiltölulega litla spildu sem að stóru leyti sé óbyggð.

Bæjarstjórn Ölfuss fjallaði um erindið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Samþykkt var samhljóða að hafna erindinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert