28 lög urðu til á Alþingi í gær

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Styrmir Kári

Tuttugu og átta frumvörp urðu að lögum á Alþingi í gær og í dag verða að öllum líkindum greidd atkvæði um þrettán frumvörp.

Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var ákveðið að gera hlé á þingfundi frá klukkan sjö til tíu í gærkvöldi til þess að gefa efnahags- og viðskiptanefnd færi á að vinna að tveimur frumvörpum um afnám hafta. Eftir að þeim fundi lauk hélt þingfundur áfram og einnig verður þingfundur fyrrihluta dags í dag. Eldhúsdagsumræður eru svo á Alþingi í kvöld en stefnt er að þinglokum á föstudag.

Þau lagafrumvörp sem urðu að lögum í gær eru lög um náttúruvernd, um lax- og silungsveiði, um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum, lyfjalög, um fjölda hæstaréttardómara, siglingalög, vopnalög, lög um varnir gegn dýrasjúkdómum, um meðferð einkamála, um innstæðutryggingar, efnalög og fleiri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert