„Hvaða rugl var þessi leiðrétting?“

Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar. Mynd úr safni.
Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórunn Egilsdóttir sagði á eldhúsdagsumræðum í kvöld að mikilvægt væri að tryggja búsetu í landinu öllu. Það yrði meðal annars gert með betra aðgengi að netinu um landið allt. Hún sagði ennfremur mikilvægt að horfa ekki bara á það neikvæða í samfélaginu, heldur líka það jákvæða, og þar væri af nógu að taka, meðal annars áætlanir um afnám hafta. Hún gagnrýndi stjórnarandstöðuna jafnframt fyrir að halda áfram andstöðu við frumvörp stjórnarinnar, jafnvel þótt samráð hefði verið haft við hana.

Róbert Mashall sagði að í okkar samfélagi verða menn forsetar og síðan aftur menn í Melabúðinni, sagði Róbert Marshall um Vigdísi Finnbogadóttur. Hann sagði þetta hins vegar ekki gilda um sitjandi forseta, sem hefði breytt eðli forsetaembættisins og velti upp þeim möguleika að þingmenn ættu að geta farið í andsvör við forseta þegar hann heldur ræðu í sölum þingsins. Af þeim ástæðum og öðrum væri Björt framtíð áhugasöm um breytingar á stjórnarskránni.

„Hvaða rugl var þessi leiðrétting? 1.250 heimili sem eiga 100 milljónir fengu leiðréttingu,“ sagði Róbert Marshall. Það er mín skoðun. Hann sagði vondan móral oft ríkja á þinginu, og það þyrfti að laga með meira samtali, ekki minna.

Stór deilumál, sagði Róbert, hefðu verið lögð fram í engu samráði. Stjórnarandstaðan hefði hins vegar burði til að stöðva þau.

Hann nefndi rammaáætlun í þessum efnum. Í dag hefði þingið greitt atkvæði um færslu virkjanakosta milli nýtingarflokka. Hann væri sjálfur á móti virkjuninni, en ferlið hefði verið rétt og komið frá verkefnastjórninni.

Þá sagði hann skipulagsmál hvorki til vinstri til hægri. Borgarþorp væri stefna Bjartar framtíðar, þannig að bættar samgöngur í þéttari og sterkari byggðakjörnum í öllum landshlutum væru mikilvæg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert