„Þetta er siðleysi gagnvart gróðri“

Halda þarf fé lengur heima við.
Halda þarf fé lengur heima við. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Einhver upprekstur er hafinn á að minnsta kosti þremur afréttum þótt Landgræðslan telji að gróður sé það mikið á eftir, miðað við síðustu ár, að afréttirnir þoli ekki beit.

Fréttir hafa borist af upprekstri á afrétti Mývetninga og Fljótshlíðinga og að einn bóndi hafi byrjað að flytja fé á Lónsöræfi í maí.

„Það segir sig sjálft að á þessu síðbúna vori og sumri getur ekki verið kominn gróður sem þolir beit á afrétti. Ég efast ekki um að sauðféð hefur alveg lifað þetta af, en þetta er siðleysi gagnvart gróðrinum,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert