Vilja koma upp alþjóðlegri deild

Landakotsskóli.
Landakotsskóli. mbl.is/Jim Smart

Skóla- og frístundaráð borgarinnar hefur samþykkt og vísað til borgarráðs erindi frá stjórn Landakotsskóla varðandi áform skólans um að hefja kennslu í alþjóðlegri deild í haust.

Er um þróunarverkefni til tveggja ára að ræða, en samþykkt var að veita heimild fyrir allt að 24 nemendur. Verður sviðsstjóra falið að ganga til samninga við forsvarsmenn skólans sem feli í sér heimild til að greiða framlög með allt að 13 reykvískum börnum á samningstímanum.

Í Morgunblaðinu í dag segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, mikilvægt að koma til móts við aukna eftirspurn um alþjóðlegt nám fyrir börn erlendra starfsmanna í atvinnulífi borgarinnar, diplómata og barna af íslenskum uppruna með tímabundna búsetu hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert