Afvegaleiðir umræðuna

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Össur Skarphéðinsson misskilur athugasemdir InDefence-hópsins um losun fjármagnshafta á Íslandi og notar þær til að afvegaleiða umræðuna. Þetta segir meðlimur hópsins, tónlistarmaðurinn Ólafur Elíasson í pistli á Eyjunni

Hópurinn sendi inn umsögn til Alþingis þar sem „afmörkuð en mikilvæg“ atriði í frumvörpum um losun gjaldeyrishafta voru gagnrýnd. Segir Ólafur markmið umsagnarinnar hafa verið að ýta undir málefnalega umræðu um hvort hægt sé að minnka áhættu við þær lausnir sem unnið er að og reyna að ná fram hagfelldari niðurstöðu.

„Því miður kýs Össur Skarphéðinsson að nota umsögn hópsins til að að afvegaleiða umræðuna með notkun á orðum eins og „Sigmundarsamningnum“, „landráðamenn“, „þöggunarbarsmíðum“. Hann misskilur síðan athugasemdir InDefence sem snérust ekki um það hversu mikill skattaafslátturinn er, heldur áhrif hans á greiðslujöfnuð en segir svo ranglega að InDefence taki undir gagnrýni hans,“ skrifar Ólafur.

„InDefence hópurinn hvetur Össur og aðra sem fjalla um málið að falla ekki í þá gryfju að gera eitt mikilvægasta mál sem þjóðin hefur þurft að glíma við að pólitískum leðjuslag.“

Fulltrúar InDefence á Bessastöðum árið 2010.
Fulltrúar InDefence á Bessastöðum árið 2010. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert