Flugfargjöld lækka milli mánaða

Fargjöld frá Íslandi hafa lækkað um 5% frá síðasta mánuði.
Fargjöld frá Íslandi hafa lækkað um 5% frá síðasta mánuði. mbl.is/Hjörtur

Verð á flugferðum hefur lækkað um 5% síðan í síðasta mánuði og er mesta lækkunin til Danmerkur, þar sem verðið hefur farið niður um 10%. Flugverð til flestra áfangastaða lækkar milli mánaða eða stendur í stað. Þetta er niðurstaða í könnun Dohop, en fyrirtækið hefur undanfarið borið saman meðalverð á flugfargjöldum til helstu áfangastaða frá Íslandi.

Flugverð lækkar milli tímabila og skiptir þar lækkun á flugi til Danmerkur mestu, en flug til bæði Billund og Kaupmannahafnar lækkar um rúm 10%. Stærsta einstaka lækkunin milli kannana er flug til Hamborgar, sem lækkar um rúm 12%. Algengasta kostnaðarbil ferða er 50 til 65 þúsund, en verðmiðinn til 12 af 21 borg sem skoðaðar voru er á því bili. Þetta eru vinsælir áfangastaðir á borð við Kaupmannahöfn, London, Alicante, Barselóna og Stokkhólm. Flug til Bandaríkjanna er enn að meðaltali yfir 100 þúsund krónur.

Primera flýgur til tveggja borga á Spáni, Barselóna og Alicante og býður mun lægra verð á þeim leiðum en Icelandair og WOWair. Breska lággjaldaflugfélagið easyJet er með lægstu verðin heilt yfir, en flugfélagið býður flug til borga í Englandi, Skotlandi, Írlandi og Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert