Fé skortir til námsgagna

Fjárveitingar til gerðar náms- og kennslugagna hefur ekki fylgt markmiðum …
Fjárveitingar til gerðar náms- og kennslugagna hefur ekki fylgt markmiðum að mati Kennarasambands Íslands. Af vef Kennarasambands Íslands

Þörf er á auknum fjárframlögum í gerð náms- og kennslugagna og aðgerðir til að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi að mati Kennarasambandsins. Námsgagnasjóður, Þróunarsjóður námsgagna og Sprotasjóður rísa ekki undir hlutverkum sínum þar sem fjárveitingar fylgdu ekki í samræmi við markmið og vegna niðurskurðar í kjölfar hrunsins.

Í frétt á vef Kennarasambands Íslands um greiningu þess á markmiðum menntastefnu um réttindi og velferð nemenda, kennsluhætti og námsumhverfi kemur fram að að frá því að Sprotasjóður og Þróunarsjóður námsgagna tóku til starfa hefur árleg heildarupphæð umsókna í þá verið margfalt hærri en úthlutunarfé sjóðanna.

Ljóst sé af umsóknafjölda að svörun stjórnvalda hafi engan veginn verið í samræmi við aðsókn í sjóðina. Fjárframlög til Þróunarsjóðs námsgagna og til Námsgagnasjóðs hafi verið skorin niður árið 2011 og áður hafi fjárframlög til Námsgagnasjóðs verið skorin niður um helming árið 2009. Grunnskólar noti úthlutanir úr Námsgagnasjóði að stærstum hluta til að kaupa kennslubækur og áskriftir að ýmsum vefsíðum og vefsvæðum. Upplýsingar um sjóðina sýni að mikil þörf sé á stórauknum fjárframlögum stjórnvalda í raunverulegar aðgerðir á sviði náms- og kennslugagna og aðgerðir til að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi á öllum skólastigum.

Frétt á vef Kennarasambandsins

Af vef Kennarasambands Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert