Kínverskt fyrirtæki heillað af tæknilausn CRI

Li Shufu segir að nota þurfi nýja orkugjafa fyrir ökutæki …
Li Shufu segir að nota þurfi nýja orkugjafa fyrir ökutæki þar sem draga verði úr útblæstri og mengun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Kínverska stórfyrirtækið Zhejiang Geely Holding Group (Geely Group), ætlar að fjárfesta í Carbon Recycling International (CRI) fyrir 45,5 milljónir dollara eða um 6 milljarða króna næstu þrjú árin.

Í viðtali í Morgunblaðinu í dag við stjórnarformann og stofnanda fyrirtækisins, Li Shufu, kemur fram að fjárfestingin sé liður í samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem miði að því að draga úr útblæstri bíla og minnka mengun. Hann metur það svo að sú tækni sem CRI hafi yfir að ráða sé góð framtíðarlausn til að ná því markmiði.

„Við stöndum frammi fyrir því að annars vegar erum við með takmörkun á orkugjöfum og hins vegar verðum við að hafa hreinna loft. Loftslagsbreytingarnar eru mikil áskorun og því þarf að huga vel að því að í framtíðinni verði ökutæki knúin með endurnýjanlegri orku. Þess vegna er fjárfestingin í CRI mikilvæg fyrir okkur, þar sem fyrirtækið er komið með lausn sem við viljum halda áfram að prófa,“ segir Li í samtalinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert