Alþjóðadeild við Landakotsskóla

Úr starfi Landakotsskóla. Myndin er úr safni.
Úr starfi Landakotsskóla. Myndin er úr safni. mbl.is/Golli

Skóla- og frístundaráð hefur samþykkt að heimila Landakotsskóla að vinna að tveggja ára þróunarverkefni sem felur í sér rekstur alþjóðadeildar við skólann. Gert er ráð fyrir að 24 grunnskólanemendur muni stunda nám við alþjóðadeildina.

Í bókun fulltrúa Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og áheyrnarfulltrúa Pírata frá fundi ráðsins 24. júní 
segir að mikilvægt sé að svara vaxandi eftirspurn um vandað alþjóðlegt nám fyrir börn erlendra starfsmanna í atvinnulífi borgarinnar, diplómata og barna af íslenskum uppruna með tímabundna búsetu hér á landi. Landakotsskóli sé skóli með langa og farsæla sögu og faglegur metnaður einkenni áform skólans um stofnun alþjóðadeildar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert