„Óþægilega nærri næturfrosti“

mbl.is/Kristinn

„Heldur er útlitið kuldalegt næstu daga,“ skrifar Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sína. „En svona er það þegar óeðlileg hlýindi þrengja sér fram bæði á meginlandi Evrópu - og það sem meira máli skiptir fyrir okkur - yfir Grænlandi norðvestanverðu. Einhvers staðar verður kalda loftið að vera.“

Traustir skrifar að kuldinn liggi af nokkrum þunga við norðausturströndina - en hafi ekki enn náð til Suðvesturlands. 

Sjá einnig: Spá slyddu og frosti

„Og ekki allt búið - langt í frá. Annar kuldapollur, meiri um sig, er lengra norðaustur í hafi. Hann á að fara rakleiðis til suðvesturs í stefnu á Vestfirði,“ skrifar Trausti og bætir við að reiknimiðstöðin geri ráð fyrir að það verði á föstudag.

„Þykktin í miðju kuldapollanna er minni en 5.340 metrar - það er óþægilega nærri næturfrosti - þar sem nær að létta til og vindur er hægur.“

Sjá veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert