Keilir festir kaup á Flugskóla Helga Jónssonar

Flugakademía Keilis útskrifaði sex nemendur í atvinnuflugmannsnámi árið 2012. Í …
Flugakademía Keilis útskrifaði sex nemendur í atvinnuflugmannsnámi árið 2012. Í ár voru þeir 41, um helmingur útlendingar. Mynd/Keilir

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Helga Jónssonar, elsta flugskóla landsins, og hefur í kjölfarið stofnað Flugklúbb Helga Jónssonar sem verður starfræktur í húsakynnum skólans á Reykjavíkurflugvelli.

Eru þá aðeins tveir skólar eftir í landinu með atvinnuflugmannsnám, Flugakademía Keilis og Flugskóli Íslands.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Rúnar Árnason, forstöðumaður  Flugakademíu Keilis, að hinn nýstofnaði flugklúbbur eigi að vera samkomumiðstöð fyrir flugáhugamenn þar sem menn geta flogið flugvélum og safnað sér flugtímum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert