Lokað á makríl í Nígeríu

Horfur eru svartar um markaði fyrir makríl.
Horfur eru svartar um markaði fyrir makríl. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil óvissa er með sölu á makrílafurðum á vertíðinni, sem er að komast í fullan gang. Nýjast í þeim efnum er að yfirvöld í Nígeríu hafa tilkynnt bann á innflutningi á fiski og fjölmörgum fleiri vöruflokkum.

Til Nígeríu fóru yfir 20 þúsund tonn af frystum makríl í fyrra og voru Nígeríumenn, ásamt Rússum, stærstu kaupendur makríls héðan. Þessi staða bætist ofan á erfiða stöðu á Rússlandsmarkaði, vegna efnahagsástandsins í landinu, en að auki hefur landið verið lokað nokkrum stórum útflytjendum héðan síðustu mánuði vegna skilyrða sem Rússar kynntu í fyrrahaust.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að staðan á mörkuðum sé grafalvarleg. Lokunin í Nígeríu frá síðustu mánaðamótum sé enn eitt áfallið, en markaðurinn þar hafi skipt miklu og vaxandi máli síðustu ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert