Vilja afnema undanþágur

Vigdís Hauksdóttir.
Vigdís Hauksdóttir. Photo: Rax

Afnema þarf ívilnanir og undanþágur fyrir ferðaþjónustuna þannig að hún skil því sama og aðrar atvinnugreinar. Þetta segja Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins og Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en í frétt Rúv er haft eftir Vigdísi að hún telji ástæðulaust að hafa ferðaþjónustu undanþegna virðisaukaskatti eða í lægra þrepinu. Þá nefnir hún undanþágu frá tollum og vörugjöldum fyrir bílaleigur sem hún telur að megi afnema.

Vigdís vill að þetta sé gert þannig að atvinnugreinin hafi svigrúm og segir að þegar ákvörðun hafi verið tekin eigi gildistaka laganna að vera tveimur árum seinna þannig að hægt sé að selja gistingu og aðra þjónustu á réttum verðum fram í tímann.

Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar.
Jón Gunnarsson er formaður atvinnuveganefndar. Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert