Fáir smábátar eru á makríl

Smábátar að makrílveiðum.
Smábátar að makrílveiðum.

Nú stunda 618 smábátar strandveiðar hringinn í kringum landið, það er um 30 bátum færra en í fyrra. Heildaraflinn er kominn í 6.140 tonn en veiða má 8.600 tonn.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir í umfjöllun um makrílveiði smábáta í Morgunblaðinu í dag að mestur afli á bát í róðri að meðaltali sé 614 kg á svæði A (Eyja- og Miklaholtshreppur til Súðavíkurhreppur).

Þar er líka mestur heildarafli á dag eða að meðaltali 81,7 tonn á þeim 29 dögum sem búið er að stunda strandveiðar í sumar á svæðinu. Þeir fengu níu daga í maí, 11 daga í júní og níu daga í júlí. Síðasti veiðidagur var 15. júlí. Örn kveðst vera bjartsýnn á að aflaheimildir á öðrum veiðisvæðum dugi þá átta veiðidaga sem eftir eru í júlí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert