Bílaleigubílar aldrei fleiri

Bílaleigubílum hefur fjölgað um fimmtung á milli ára og hafa þeir aldrei verið fleiri en nú, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar og Thrifty bílaleigu.

„Floti bílaleigubíla virðist vera ríflega 20% stærri á háannatímanum nú en hann var í fyrra. Þetta er stærsti floti bílaleigubíla sem nokkru sinni hefur verið á Íslandi,“ sagði Egill. Hann sagði bílaleigubílum þó hafa fjölgað ívið minna en ferðamönnum fjölgaði á milli ára.

Samkvæmt tölum Samgöngustofu eru bílaleigubílar nú ríflega 17.500. Egill sagði vitað að villur séu í skráningunni því þegar bílaleigubílar séu seldir á haustin gleymi sumir að afskrá þá sem bílaleigubíla, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert